spot_img
HomeFréttirPavel: Ekki sterkasta Evrópudeildin en mörg merkileg lið

Pavel: Ekki sterkasta Evrópudeildin en mörg merkileg lið

Pavel Ermolinski mun leika í Euro Challenge keppninni á næstu leiktíð með nýja liði sínu Norrköping Dolphins en hann samdi nýverið við liðið og óttast það ekki að missa af sæti í landsliði Íslands fyrir vikið. Peter Öqvist ræður ríkjum hjá íslenska landsliðinu en hann er fyrrum þjálfari Pavels hjá Sundsvall Dragons.
,,Ég bjóst við því að vera hrakinn úr landsliðinu en ætli þetta bjargist ekki, Peter vill nú vinna eitthvað af þessum landsleikjum," sagði Pavel spaugsamur en við gerðumst þó öllu alvarlegri um síðir.
 
,,Það átti sinn þátt í því að fara til Norrköping að liðið leikur í Evrópukeppni næsta tímabil enda setti ég það í samninginn að ég myndi ekki semja við liðið nema þeir tækju þátt svo þetta var vissulega vendipunktur," sagði Pavel en hefur hann einhverja tilfinningu fyrir styrkleikanum í Euro Challenge?
 
,,Þetta er ekki sterkasta Evrópudeildin en þarna eru samt mjög merkileg lið. Keppnin er byggð á liðum sem eru sterkust í sínum löndum úr minni deildum. Mörg lið eru þarna, t.d. frá Spáni, Tyrklandi, Ítalíu og víðar sem teljast miðlungslið í sínum deildum. Þetta eru lið sem kannski ná ekki alveg inn í Euroleague en engu að síður rosalega öflug lið," sagði Pavel sem æfði með íslenska landsliðinu síðustu helgi í Ásgarði í Garðabæ.
 
,,Þetta var fín upprifjun frá því sem við vorum að gera síðast í landslðinu. Peter var einnig að skoða nýja leikmenn og þetta var bara mjög fínt. Nú er sumartími og menn kannski ekki klárir eins og þeir eiga að vera en mér sýndist allir í skikkanlegu formi og komi sterkari til leiks í júlí."
 
 
Fréttir
- Auglýsing -