Þær Sara Diljá Sigurðardóttir, Sóllilja Bjarnadóttir, Brynja Pálína Sigurgeirsdóttir og Lilja Ósk Sigmarsdóttir skrifuðu allar undir hjá kvennaliði Vals. Sara Diljá hefur leikið með Val áður en kemur nú til baka eftir dvöl í Danmörku þar sem hún var í körfubolta akademíu. Sara spilaði ásamt Sóllilju í yngri landsliðinum Íslands, en Sóllilja kemur til vals frá Breiðablik. Sóllilja er fædd árið 1995 og spilaði með Breiðablik í 1. deild kvenna á síðasta tímabili. Lilja Ósk kemur til Vals frá Grindavík sem tryggðu sér sæti í Úrvalsdeild á síðasta tímabili en Lilja var þá frá vegna meiðsla í ökkla. Brynja Pálína hefur spilað með yngri flokkum Vals síðastliðin tvö ár og komið við sögu í fjórum meistaraflokks leikjum.
Hjá karlaliði Vals skrifuðu undir þeir Bjarni Geir Gunnarsson og Sigurður Skúli Sigurgeirsson. Sigurður Skúli sem er fæddur árið 1992 spilaði með Val á síðasta tímabili og hefur nú endurnýjað samning sinn við liðið. Bjarni Geir kemur aftur til Vals eftir stutt stopp í Breiðablik en. Bjarni er fæddur árið 1995.
Mynd : Valur.is – frá undirskriftinni í dag