spot_img
HomeFréttirPance snýr aftur í Jakann

Pance snýr aftur í Jakann

Pance Ilievski er genginn aftur í raðir Ísfirðinga eftir að hafa leikið síðasta tímabil með Bolungarvík. Pance er flestum áhangendum KFÍ kunnur enda lék hann með liðinu á árunum 2006-2011 og sigraði með þeim í 1. deildinni árið 2010.
Pance hefur spilað um 100 leiki fyrir KFÍ í öllum keppnum og skorað í þeim hátt í 1300 stig, en mest skoraði hann 17 stig að meðaltali veturinn 2007-2008. Pance lék 21 leik í úrvalsdeildinni með KFÍ tímabilið 2010-2011 og skoraði þar mest 26 stig í einum leik.
 
Eins og fyrr segir þá lék Pance með Bolvíkingum á síðasta tímabili og hjálpaði liðinu að komast í úrslitakeppni 2. deildarinnar í fyrsta sinn í 20 ár. Yfir tímabilið var hann með 22,7 stig, 7,0 fráköst og 6,1 stoðsendingar að meðaltali í leik ásamt því að setja niður 70 þriggja stiga körfur.
 
www.kfi.is
  
Fréttir
- Auglýsing -