spot_img
HomeFréttirFjölnismenn semja við lykil leikmenn

Fjölnismenn semja við lykil leikmenn

Körfuknattleiksdeild Fjölnis hefur samið við alla lykil leikmenn karlaliðsins fyrir komandi leiktíð. Eins og fram hefur komið áður þá hefur Hjalti Vilhjálmsson tekið við starfi þjálfara meistaraflokks karla og nú hefur hann myndað sterkan hóp sem verður undirstaðan fyrir komandi vetur. Skúli Ingibergur Þórarinsson hefur verðið ráðinn honum til aðstoðar hjá meistaraflokki og einnig mun hann sjá um þjálfun á unglinga og drengjaflokki. Þetta kemur fram á fjolnir.is/karfa
Á heimasíðu Fjölnis segir ennfremur:
 
Þeir leikmenn sem Fjölnir hefur samið við eru:
 
Jón Sverrisson: uppalinn Fjölnismaður – þjálfari 8. og 9. flokks – yfirþjálfari yngri flokka Fjölnis.
Árni Ragnarsson: uppalinn Fjölnismaður – þjálfari yngstu flokka Fjölnis.
Tómas Heiðar Tómasson: uppalinn Fjölnismaður – þjálfari minnibolta 11 ára 
Arnþór Guðmundsson: uppalinn Fjölnismaður – þjálfari 7. flokks.
Chris Matthews: USA
Morgan Grim: USA
 
Aðrir ungir og efnilegir Fjölnis leikmenn fylla svo hópinn, því nægur er efniviðurinn. Körfuknattleiksdeildin er mjög stolt af þessum leikmannahóp og ekki síst þar sem liðið verður skipað nánast eingöngu uppöldum Fjölnismönnum, bæði leikmenn og þjálfari! Það er því ljóst að það eru spennandi tímar framundan í Dalhúsunum og er gleðin og eftirvæntingin mikil í herbúðum Fjölnismanna.
 
Á þessari mynd er frá hægri er Hjalti þjálfari, Arnþór, Jón Sverris, Árni Ragg, Tómas Heiðar, Ingi varaformaður. 
  
Fréttir
- Auglýsing -