spot_img
HomeFréttirNýjir liðsfélagar Jóns Arnórs

Nýjir liðsfélagar Jóns Arnórs

 CAI Zaragoza eru grimmir á leikmannamarkaðnum um þessar mundir og hafa á stuttum tíma nú bætt við tveimur leikmönnum, þeim Damjan Rudez og Pedro Llumpart.  Llumpart er spænskur bakvörður sem kemur frá Meridiane Alicante en Rudez er króatískur landsliðsmaður sem spilaði með Cibona Zagreb og vann titilinn með þeim á síðasta tímabili. 
 Rudez er mættur til liðsins til að styrkja teiginn en hann er 208 cm hár framherji og skoraði 12 stig og tók rúm 2 fráköst á leik með Cibona síðasta tímabil. Rudez spilar með hinu feiknasterka landsliði Króatíu. 
 
Llumpart var með um tæp 10 stig á leik síðasta tímabil fyrir Alicante og sem fyrr segir er hann bakvörður þannig að hann mun koma til með að keppa við okkar mann um stöðu í liðinu. 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -