spot_img
HomeFréttirNýju LeBron Nike skórnir á litla 315 dollara

Nýju LeBron Nike skórnir á litla 315 dollara

Þeir sletta skyrinu sem eiga það sagði einhver en nú hafa nýju LeBron James Nike skórnir fengið á sig verðmiða og á honum stendur 315$ eða tæplega 38.000 ísl. krónur á gengi dagsins. Skórnir sem um ræðir heita LeBron X og eru væntanlegir á markað í haust.
Væntanlegur verðmiði á LeBron X skónum gerir þetta skópar að því dýrasta sem Nike hefur sett á markað. Vestra eru margir ósáttir við þetta háa verðlag en staðreyndin er einfaldlega sú að þessir skór verða keyptir í massavís og vísast ekki langt að bíða þess að sjá Frónverja klæðast X-parinu hans James.
 
Skórnir fengu frumsýningu í úrslitaleik Bandaríkjanna og Spánar á Ólympíuleikunum fyrir skemmstu og það sætir smá furðu að LeBron James komist upp með svoleiðis auglýsingabrellur á meðan sundgoðsögnin Michael Phelps gæti mögulega verið sviptur verðlaunum sínum á nýafstöðnum Ólympíuleikum. Phelps sat fyrir á Louis Voitton auglýsingu en fyrir leika og skömmu eftir þá er íþróttamönnum ekki heimilt að auglýsa varning sem ekki er framleiddur af styrktaraðilum leikanna og Nike er ekki í þeim hópi.
 
Taktu þátt í könnuninn hér á karfan.is – við spyrjum: Myndir þú borga 38.000 kr. fyrir nýju LeBron X skóna?
 
Mynd/ Skórnir umdeildu sem kosta nánast lungu og lifur.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -