Það er ekki hægt að segja annað en að Marcus Walker fyrrum bakvörður KR-inga standi við gefin loforð. Flestir ættu nú að muna eftir Walker þar sem hann markaði djúp spor í úrslitaeinvígið hér fyrir 2 árum síðan þegar hann fleytti KR að Íslandsmeistaratitlinum gegn Stjörnunni.
Walker tók loforð við sína liðsfélaga í KR á þeim tíma að ef þeir yrðu meistarar myndi hann flúra á sig félagsmerki KR. Þó það hafi tekið rúmlega ár þá stóð Walker við sitt og skartar nú flúri með KR félagsmerkinu á öxlinni. Þetta kallaður maður að standa við sitt. Walker setti myndina inná Facebook síðu sína þar sem hann sagðist ekki hafa gleymt loforðinu og myndin fylgdi með.
Marcus Walker fór frá Íslandi og spilaði í Úkraníu með Hoverla við góðan orðstýr og mun spila á Ítalíu með liði Sigma Barcellona í annari deild þar lendis nk. tímabil.