spot_img
HomeFréttirKeflvíkingar bæta við hópinn

Keflvíkingar bæta við hópinn

 Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gert samning við Bandaríkjamanninn Kevin Giltner fyrir komandi tímabil í Domino´s deildinni í körfubolta. Giltner er 197 cm á hæð og getur leikið í stöðu bakvarðar og lítils framherja. Giltner, sem er 23 ára, hefur leikið sl. fjögur tímabil með liði Wofford Terriers í bandaríska háskólaboltanum. Síðasta árið sitt í skóla lék hann að meðaltali 38 mínútur í leik, skoraði 15 stig, tók fjögur fráköst og gaf tvær stoðsendingar. 
 
  Vonir standa til þess að Kevin Giltner komi til landsins um miðjan september og hefji þá æfingar með sínum nýju félögum í Keflavík. Er þetta þriðji nýji leikmaðurinn sem Keflavík semur við fyrir komandi átök en fyrir höfðu þeir Snorri Hrafnkelsson og Darrel Lewis skrifað undir samning við liðið.
Fréttir
- Auglýsing -