spot_img
HomeFréttirStólarnir skelltu heimamönnum í Þór á Greifamótinu og Höttur lagði ÍA auðveldlega

Stólarnir skelltu heimamönnum í Þór á Greifamótinu og Höttur lagði ÍA auðveldlega

Hið árlega Greifamót Þórs á Akureyri hófst í kvöld en leiki var í kvöld og svo aftur á morgun. Auk heimamanna í Þór mæta 1. deildarliðin Höttur, ÍA og úrvalsdeildarliðið Tindastóll.
Í fyrsta leik sigraði Tindastóll gestgjafana í Þór nokkuð þægilega 94 – 67. Stigahæstir hjá stólunum voru Þröstur Leó 23 stig og Helgi Viggósson 17 stig. Hjá Þór voru þeir Elías Kristjánsson og Sigmundur Eiríksson með 11 stig hvor og Bjarni Árnason með 10.
 
Í seinni leiknum áttust við Höttur og ÍA. Fyrsti leikhluti var jafn en eftir það skildust leikar og Hattarmenn unnu stórsigur 82 – 48.
 
Hjá Hetti var stigahæstur Frisco Sandridge með 19 stig og þeir Austin Bracey og Sigmar Hákonarson með 11 stig hvor. Í liði skagamanna voru þeir Hörður Nikulásson með 15 stig og Ómar Helgason með 14 stig.
 
Laugardagur 15. september
Þór – Höttur kl. 09:00
ÍA – Tindastóll kl. 11:00
Þór – ÍA kl. 14:00
Tindastóll – Höttur kl. 16:00
 
Mynd/ Þröstur Leó gerði 23 stig fyrir Tindastól í kvöld.
  
Fréttir
- Auglýsing -