Tveimur keppnisdögum af þremur er nú lokið á Valsmótinu í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda en dagurinn í dag hófst á viðureign Skallagríms og Fjölnis þar sem Fjölnismenn reyndust mun sterkari á lokastigum leiksins.
1.leikur: Fjölnir-Skallagrímur
1.lh 24-27
2.lh 43-42
3.lh 60-69
4.lh 73-100
Leikurinn var í járnum alveg fram í byrjun 4.leikhluta en þá settu Fjölnismenn í fimmta gírinn og keyrðu hreinlega yfir Skallana með því að sigra þann leikhluta 31-13.
Stigahæstir í liði Fjölnis
Morgan Grimm 21 stig
Arnþór Guðmundsson 18 stig
Jón Sverrisson 14 stig
Stigahæstir í liði Skallagríms
Hörður Helgi 16 stig
Páll Axel 11 stig
Trausti 10 stig
2.leikurinn: Augnablik – Þór Þorlákshöfn.
1.lh 21-19
2.lh 36-20
3.lh 56-28
4.lh 72-46
Þórsarar spiluðu á ungu strákunum sínum og gáfu Diggs og Flake frí að þessu sinni. Augnablik hélt í við Þórsara í 1.leikhluta en svo var hlaupið með þá í kaf. Leikurinn einstefna frá 2.leikhluta.
Stigahæstir í liði Þórs
Darri og Grétar 20 stig hvor
Emil Karel með 15 stig.
Stigahæstir í lið Augnabliks
Leifur Steinn 25 stig
Þórólfur 4 stig.
3.leikur dagins: Valur – Skallagrímur
1.lh 9-20
2.lh 35-36
3.lh 54-56
4.lh 84-76
Skallagrímur byrjaði leikinn af mjög miklum krafti og settu góðar körfur á köflum. Valsmenn hertu tökin í 2.leikhluta og spiluðu á köflum vel. Rúnar Ingi dró vagninn fyrir Valsmenn í fyrri hálfleik, Ragnar og Birgir og Þorgrímur stigu vel upp í seinni hálfleik. Valsmenn snéru síðan taflinu við og reyndust sterkari í lokaleikhlutanum.
Stigahæstir í Val
Rúnar Ingi 23 stig
Ragnar 21 stig
Þorgrímur Guðni 17 stig
Stigahæstir í liði Skallagríms
Egill Egilsson 21 stig
Daníel og Sigurður 9 stig hvor
Davíð og Hörður helgi 8 stig hvor.
4.leikur dagins Fjölnir – Augnablik
1.lh 19-21
2.lh 34-36
3.lh 54-57
4.lh 78-82
Fjölnisliðið var skipað mörgum ungu strákum úr drengja- og unglingaflokk, þeirra reynslumestu menn fengu hlé að þessu sinni. Augnablik hefur á að skipa reynslumiklum strákum úr Kópavoginum og víðar. Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur og náðu bæði lið 7-10 stiga forystu til skiptis. Í 4.leikhluta virtust Fjölnismenn vera að klára leikinn en þá tók Jónas Ólason til sinna ráða og raðaði niður tveggja og þriggja stiga körfum á mikilvægum köflum. Fjölnismenn fengu tækifæri í restina til þess að jafna en náðu ekki að koma boltanum í körfuna eftir leikhlé í stöðunni 78-80. Augnablik fékk boltann og Fjölnismenn brutu og settu þeir bæði vítinn oní 82-78 því staðreynd.
Stigahæstu menn í Fjölnisliðinu:
Jóel Sæmundsson 18 stig
Leifur Arnarson 16 stig
Friðrik Karlsson 13 stig
Stigahæstu menn í Augnablik
Jónas Ólason 28 stig
Davíð 14 stig
Þórólfur Þorsteinsson 13 stig.
Á morgun verða síðan 4.leikir leiknir og úrslit í mótinu.
Úrslit er hægt að sjá á kki.is