spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaDaniela stórkostleg er Keflavík kjöldró Grindavík í HS Orku Höllinni

Daniela stórkostleg er Keflavík kjöldró Grindavík í HS Orku Höllinni

Keflavík lagði heimakonur í Grindavík í kvöld í Subway deild kvenna, 46-85.

Eftir leikinn er Keflavík í 5. sæti deildarinnar með 16 stig á meðan að Grindavík eru í 7. sætinu með 10 stig.

Atkvæðamest heimakvenna í leiknum var Robbi Ryan með 13 stig, 6 fráköst og 4 stolna bolta. Þá bætti Edyta Ewa Falenzcyk við 14 stigum og 6 fráköstum.

Fyrir Keflavík fór Daniela Wallen á kostum. Setti 29 stig, tók 19 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og var með 52 í framlag fyrir frammistöðuna. Henni næst var Anna Ingunn Svansdóttir með 18 stig, 5 fráköst og 7 stoðsendingar.

Hvorugt liðanna er í undanúrslitum VÍS bikarkeppninnar og leika því ekki meira í þessari viku. Næsti leikur beggja liða er þann 23. mars, en þá tekur Keflavík á móti Val og Grindavík heimsækir Hauka.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Ingibergur Þór)

Grindavík: Edyta Ewa Falenzcyk 14/6 fráköst, Robbi Ryan 13/6 fráköst, Hekla Eik Nökkvadóttir 5/4 fráköst, Hulda Björk Ólafsdóttir 4/4 fráköst, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 4, Arna Sif Elíasdóttir 3, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 3, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 0, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 0, Sigurbjörg Eiríksdóttir 0, Sædís Gunnarsdóttir 0.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 29/19 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 18/5 fráköst/7 stoðsendingar, Katla Rún Garðarsdóttir 11/5 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 9/10 fráköst, Tunde Kilin 7, Eygló Kristín Óskarsdóttir 7/7 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2/4 fráköst, Gígja Guðjónsdóttir 2, Brynja Hólm Gísladóttir 0, Anna Lára Vignisdóttir 0, Anna Þrúður Auðunsdóttir 0, Ásthildur Eva H. Olsen 0.

Fréttir
- Auglýsing -