spot_img
HomeFréttirBikinikörfubolti rúllar af stað í Bandaríkjunum

Bikinikörfubolti rúllar af stað í Bandaríkjunum

Eftir 31 dag og 17 klukkustundir þegar þetta er ritað opnar vefsíða sem heitir bikinibasketball.com. Í Bandaríkjunum, hvar annars staðar, er sýningarferð lögð af stað undir heitinu Bikinibasketball. Kaninn er allt annað en hugmyndasnauður þegar kemur að markaðssetningu.
Það er Bandaríkjamaðurinn Glenn Timak sem er í forsvari fyrir verkefnið og vissulega hafa óánægjuraddir sprottið fram og gagnrýnt verkefnið en Timak þessi heldur ótrauður áfram. Í þessu innslagi hér að neðan er Bikinibasketball verkefnið kynnt og það nokkuð einhliða eða frá sjónarhorni skipuleggjenda og þátttakenda. Í Bandaríkjunum má einnig finna eitthvað sem er undirfata-ruðningsdeild og nú var röðin komin að körfuboltanum.
  
Fréttir
- Auglýsing -