thygli vakti í gær á leik Keflavíkur og Grindavíkur að Jón Halldór Eðvaldsson aðstoðarþjálfari Keflvíkingar og lífskúnster var ekki á bekknum með Sigurði Ingimundarsyni. Hinsvegar var þar mættur nýr maður að nafni Guðmundur Steinarsson sem er nú frekar þekktari fyrir að skora mörkin í Keflavíkinni en að gefa ráð um körfuknattleik.
Eins og sést á myndinni er áhuginn og spennan gersamlega að fara með Guðmund en hvernig stendur á því að hann er komin á bekkinn með Keflvíkingum.
"Ég er að klára íþróttafræði í háskólnum og þetta er hluti af mínu lokaverkefni sem ég er að vinna í. Ég mun fylgja Sigurði þjálfara eftir bæði með karla og kvennaliðið og svo vinn ég úr þeim gögnum sem ég afla mér. Þetta verður fróðlegt að sjá þegar þessu er lokið" sagði Guðmundur eftir leikinn í gær við Karfan.is