spot_img
HomeFréttirVillum fækkaði um 53 milli umferða

Villum fækkaði um 53 milli umferða

Nú er lokið tveimur umferðum í Domino´s deild karla og að lokinni fyrstu umferð samanborið við fyrstu umferð á síðustu leiktíð fjölagði villum verulega. Nú þegar þriggja dómarakerfið er við lýði er þá ekki úr vegi að líta einnig á aðra umferðina í deildinni en þá kemur í ljós að villum fækkaði umtalsvert milli umferða.
 
2. umferð í Domino´s deild karla 2012-2013:
 
KFÍ-Fjölnir – 38 villur
Skallagrímur-Njarðvík – 31 villa – alls 69 villur
KR-Tindastóll – 44 villur – alls 113 villur
Stjarnan-Keflavík – 51 villa – alls 164 villur
Grindavík-Snæfell – 38 villur – alls 202 villur
ÍR-Þór Þorlákshöfn – 42 villur – alls 244 villur
 
Villum fækkaði um 53 milli umferða og að jafnaði voru dæmdar 40,7 villur í hverjum leik en 49,5 í fyrstu umferðinni þar sem voru tvær framlengingar en einungis var framlengt einu sinni í annarri umferð.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -