spot_img
HomeFréttirBorgnesingar auðveld bráð í Hveragerði

Borgnesingar auðveld bráð í Hveragerði

Skallagrímskonur voru lítil fyrirstaða gegn Hamri í 1. deild kvenna í gær þegar liðin mættust í Hveragerði.
 
Hamars konur mættu mjög svo ákveðnar til leiks og spiluðu grimman varnarleik og pressuðu mjög á gestina frá fyrstu minútu. Þetta skilaði strax 9-0 forustu og eftir 1. leikhluta var staðan 18-6. Áfram var sótt fast að gestunum úr Borgarnesi og Hamar vann 2. leikhluta einnig nokkuð sannfærandi ,19-9 og staðan í hálfleik 37-15. Hér var Hamar þegar farnar að nota nánast allan bekkinn og fátt í spilunum hjá Skallagrímskonum annað en tap. Þær börðust samt alltaf og spiluðu á stundum prýðis varnarleik.
 
Seinni hálfleikur var ekki mikil spenna og aðeins gáfu Hamars-konur eftir er á leikinn leið en unnu samt alla leikhluta þó svo að síðasti hafi verið sá besti að hálfu Borgnesinga. Leikurinn endaði svo með 30 stiga sigri Hamars, 69-39.
 
Bestar í liði gestanna voru Auður Ósk Sigþórs með 9 stig/5 stoðsendingar og stjórnaði leik sinna kvenna vel. Einnig var Þorbjörg Helga með 10 stig og 7 fráköst en þessar tvær spiluðu nánast allan leikinn fyrir Skallagrím. Hjá Hamri var breiddin meiri og Marín naut sín með 20 stig og 10 fráköst á rúmlega 21. mín. en hún fékk einnig 5 villur, svona af gömlum vana. Áflhildur Þorsteins, Jenný Harðar og Íris Ásgeirs voru einnig með fínt framlag en nánast allt lið Hamars setti stig í kvöld og breiddin fín í þeirra röðum.
 
Næstu leikir þessara liða eru hjá Hamri úti gegn Þór Ak. en Skallagrímskonur fá KFÍ í heimsókn um helgina.
 
Mynd/ Úr safni – Marín Laufey gerði 20 stig og tók 10 fráköst á 21 mínútu fyrir Hamar í gær.
 
Umfjöllun/ Anton Tómasson
  
Fréttir
- Auglýsing -