spot_img
HomeFréttirSkytturnar fengu skotin hjá Snæfelli

Skytturnar fengu skotin hjá Snæfelli

Justin Shouse kann vel við sig í Hólminum enda fór hann fyrir sínum mönnum í Stjörnunni fyrstu mínútur leiksins og átti auðvelt með það í þokkabót og gestirnir komust í 4-10 þegar Stjarnan heimsótti Snæfell í Domino´s deild karla í kvöld. Nonni Mæju smellti þá þremur og lagaði stöðuna 7-10 og Snæfell saxaði á 13-14. Eftir það var leikur beggja liða jafnari. Marvin braut á Hafþóri Gunn í þriggja stiga skoti og hann kom Snæfelli yfir 19-17 með þremur vítum, plús einu til í næstu sókn.  Eftir hörkubaráttu í leiknum og skor á víxl kom Jovan Stjörnumönnum með stórum þrist í 21-25 en staðan var 23-27 eftir fyrsta fjórðung.
 
Liðin voru alveg hnakka í hnakka og ansi mikið jafnt í öðrum hluta en Asim McQueen var að setja drjúgt fyrir hvíta en Justin og Marvin hinum megin fyrir bláa. Þegar staðan var 34-32 smellti Nonni Mæju þremur niður og svo aftur fyrir 40-34. Hafþór Gunnarsson var að spila vel í innkomu sinni, duglegur í varnarleiknum gegn Justin og átti svo einn ískaldann fyrir 48-37 og Snæfell aðeins að búa til gap.
 
Stjarnan náði með góðum hraða að taka til hendinni og ná Snæfelli sem fóru að hitta illa sjálfir, 50-49. Staðan í hálfleik 52-51 fyrir Snæfell. Stigahæstu menn hjá Snæfelli Asim McQueen 17 stig og Nonni Mæju 13 stig en hjá Stjörnunni var Justin Shouse með 15 stig og Marvin og Brian Mills 12 hvor.
 
Snæfell náði forskoti á ný 73-63 með stórskotum frá Nonna, Haffa og Jay. Þetta var ekki sterkasti varnarleikur sem sést hefur hjá liðunum báðum en góðir sprettir inn á milli. Sóknarleikur Stjörnunnar var mest í höndum tveggja manna , Justin, og Marvins en sóknir runnu mikið út í sandinn ef þeirra naut ekki við. Hafþór Gunnarson smellti niður þremur undir lok þriðja hluta og hélt Snæfelli við efnið 86-75.
 
Asim McQueen hafði haft veður af Quincy Cole sem var hjá Snæfelli í fyrra og hann lét ekki sitt eftir liggja og tróð tvisvar af ákveðni. Snæfell efldist og komst í 95-81 með látum og leikhlé tekið hjá Stjörnunni. Nonni Mæju bætti þá í 98-83 áður en hann fór ú taf með 5 villur þegar um 4:30 voru eftir og Stjarnan réði lítið við skyttur Snæfells og sóknir urðu tilviljunakenndar. Snæfell átti ekki erfiðann fjórða hluta en bæði lið voru mistæk á köflum en Snæfell þó minna og voru yfir 107-91 þegar farið var inní síðustu mínútuna í leiknum.
 
Þegar 15 sekúndur lifðu fór mikil sóknnarflétta af stað hjá Snæfelli og boltinn fbarst í hendur Ólafs Torfasonar sem fleygði honum hátt í loft og þar kom Stefán bróðir kom með eina af fallegri gerðinni í troðningi. Snæfell lenti svo 110-94 sigri og voru meira sannfærandi en sterkt Stjörnuliðið þetta kvöldið.
 
Stigaskor Snæfells: Asim McQueen 28/7 frák. Nonni Mæju 19. Jay Threatt 16/11 stoðs. Hafþór Ingi 11. Ólafur Torfason 11/5 frák. Pálmi Freyr 9/5 frák. Sveinn Arnar 8/8 frák. Stefám Karel 8. Kristinn Einar 0. Kristófer 0. Magnús Ingi 0.
 
Stigaskor Stjarnan: Justin Shouse 31//8 stoðs. Marvin Valdimarsson 29/10 frák. Brian Mills 12/8 frák. Fannar Freyr 7/10 frák. Sæmundur Valdimarsson 7. Dagur Kár Jónsson 5. Jovan Zdravevski 3. Kjartan Atli 0. Björn Kristinsson 0. Sigurður Dagur 0. Tóma Þórður 0.
 
Mynd/ Eyþór Benediktsson: Nonni Mæju setti 19 á Stjörnuna í kvöld
 
Umfjöllun/ Símon B. Hjaltalín.
  
Fréttir
- Auglýsing -