spot_img
HomeFréttirEndurbætt útgáfa af Herberti Arnarsyni?

Endurbætt útgáfa af Herberti Arnarsyni?

 Undirritaður varð fyrir því að sjá í fyrsta skipti erlendan leikmann þeirra ÍR-inga, Eric Palm spila í gær. Strákurinn feikilega góður körfuknattleiksmaður og lék Njarðvíkinga oft á tíðum grátt. En eftir að hafa fylgt honum eftir í smá stund tók ég eftir því hversu sláandi líkur öðrum “heldri” ÍR-ing pilturinn væri.  Hér erum við að tala um Herbert Arnarson það sjarmatröll og  þá segja líkast til margir er hægt að uppfæra Hebba? 
 Þegar betur var fylgst með þá voru meira segja hreyfingarnar og skotstíllinn alls ekki fjarri lagi því sem að Herbert sýndi okkur hér í “gamla daga”.  Hinsvegar er “nýja uppfærslan” af Herbert með nokkuð betri bolta meðferð.  Sitt sýnist hverjum en hvað finnst þér?  Eiríkur Herbertsson jafnvel ?
Fréttir
- Auglýsing -