Indiana Fever lagði meistarana frá því í fyrra, Minnesota Lynx, 3-1 í úrslitum WNBA og eru því meistarar í fyrsta sinn í sögu liðsins. Leikið var í Indiana á föstudaginn og í gær, sunnudag þar sem Fever lagði Lynx nokkuð örugglega í fyrri leiknum, 76-59, og svo í gær 87-78.
Fyrri leikurinn:
76-59
Lynx byrjaði leikinn betur en meira gerðu þær ekki. Fever tók öll völd á vellinum þar sem Shavonte Zellous var “on fire” og setti niður 30 stig sem er persónulegt met hjá henni á hennar WNBA ferli. Zellous og félagar hennar í Fever náði allt að 37 stiga forystu í þriðja leikhluta, 33-70, og er það einnig met því aldrei hefur verið svona stór munur á milli liða í úrslitaleikjum í WNBA áður. Við það tóku Lynx sig saman í andlitinu og unnu síðustu mínúturnar 6-26 en það dugði ekki til og þurftu þær að sætta sig við 17 stiga tap þar sem að þeirra lykilmenn hreinlega gerðu eitthvað illa lyktandi upp á bak og skiluðu engu af sér.
Stigahæstar hjá Fever:?Shavonte Zellous 30 stig, Tamika Catchings 17 stig/6 fráköst, Erin Phillips 13 stig og Erlana Larkins 10 stig/15 fráköst.
Stigahæstar hjá Lynx:
Rebekkah Brunson 12 stig/9 fráköst, Maya Moore 8 stig og Erin Thorn 8 stig.
Seinni leikurinn:
87-78
Leikurinn var jafn framan af þó svo að Fever væri alltaf örlitlu skrefi á undan Lynx. Tamika Catchings, besti leikmaður úrslitakepninnar, sá til þess að titillinn fór til Indiana en hún dró vagninn fyrir sína menn og setti niður 25 stig auk þess að gefa 8 stoðsendingar. Whalen gerði það sem hún gat í þessum leik, 22 stig, 8 stoðsendingar og 6 fráköst, en það dugði ekki til. Því Fever var að spila svakalega vörn allan leikinn sem og alla rimmuna sem lagði grunninn að þessum titli. Þetta gerðu þær án Katie Douglas, sem er hinn lykilleikmaður Fever fyrir utan Catchings, en Douglas snéri sig illa á ökkla í leik á móti Connecticut Sun í undanúrslitunum. Fever sem endaði í öðru sæti í sínum riðli á hrós skilið fyrir að ná að koma svona saman og spila frábæran bolta í úrslitakepnninni og leggja Lynx 3-1 sem hafði aðeins tapað 7 leikjum allt tímabilið og er með “killer” tríó innan borðs, Moore, Augustus og Whalen.
Stigahæstar Fever:
Tamika Catchings 25 stig/8 stoðsendingar, Erin Phillips 18 stig/8 fráköst, Shavonte Zellous 15 stig og Briann January 15 stig.
Stigahæstar hjá Lynx:
Lindsay Whalen 22 stig/8 stoðsendingar/6 fráköst, Maya Moore 16 stig, Seimone Augustus 8 stig/7 fráköst og Rebekkah Brunson 8 stig/6 fráköst.
Tamika Catchings er því með þessum titli búin að ná að vinna allt sem hægt er í WNBA. Hún hefur verið valin 7 sinnum í All-Star leikina, 5 sinnum verið valin varnarmaður ársins (þar á meðal í ár), var valinn besti leikmaður deildarinnar í fyrra, besti leikmaður úrslitakeppninnar í ár og svo að lokum er hún WNBA meistari með liði sínu Indiana Fever. Auk þessa, hefur hún unnið 3 gull á Ólympíuleikunum. Magnaður leikmaður sem er hér á ferð en þess má geta að Catchings er heyrnarskert og notast við heyrnartæki í sínu daglega lífi. Betri fyrirmynd er varla hægt að finna fyrir ungar stelpur sem og unga stráka, því hún sýnir að ef viljinn og löngunin er fyrir hendi þá er ekkert sem getur stöðvað mann.