Það var ágætist mæting í Röstina í kvöld eða um 250 manns sem sáu Íslandsmeistara Grindavíkur skella grönnum sínum úr Njarðvík 107-81. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 31-17 Grindavík í vil sem voru við stýrið frá upphafi til enda og dvelja nú á toppi deildarinnar ásamt Snæfell, Stjörnunni og Fjölni.
Byrjunarliðin voru þannig,
Grindavík: Jóhann Árni, Aaron, Sammy, Ómar og Þorleifur
Njarðvík: Elvar, Maciej, Belin, Marcus og Águst
Það er lítið hægt að segja um fyrri hálfleikinn annað en að Grindavík hreinlega rúllaði yfir gestina úr Njarðvík og ef ekki hefði verið fyrir stórleik Marcus Van hjá Njarðvík má slá því föstu að munurinn hefði vel getað orðið meiri, 63-38 var staðan í hálfleik.
Það héldu margir að Einar Árni myndi ná að öskra sína menn í gang eftir hlé, en Grindavík hreinlega bættu bara í og juku forskotið, staðan eftir þriðja leikhluta,89-51.
Í fjórða og síðasta leikhlutanum var þetta bara bið eftir að tíminn kláraðist, ekkert merkilegt gerðist annað en að gestirnir skoruðu 29 stig og skiptu þau litlu máli enda björninn unninn fyrir margt löngu.
Eitthvern tíma hefði maður haldið að þegar þessi lið mætast gæti maður sett samasemmerki við spennu og skemmtun, en nei ekki í kvöld, það var aðeins eitt lið sem mætti til leiks og voru það heimamenn og er erfitt að taka eitthvern einn út, flottur liðssigur og áberandi var leikgleðin. En hjá gestunum úr Njarðvík var það aðeins Marcus Van sem gerði eitthvað, en hann var með ,,monster” tvöfalda tvennu 24 stig og 22 fráköst.
Umfjöllun/DAF