Þremur leikjum er lokið í sænsku úrvalsdeildinni þar sem Sundsvall Dragons með Hlyn Bæringsson í fantaformi nældu sér í útisigur en Norrköping Dolphins töpuðu á útivelli þar sem Pavel Ermolinski var rekinn út úr húsi.
Sundsvall skellti LF Basket 77-92 á útivelli þar sem Hlynur fór mikinn í liði Drekanna með 26 stig, 15 fráköst og 6 stoðsendingar. Fyrir þessa vösku framgöngu hlaut hann 42 framlagsstig. Jakob Örn Sigurðarson bætti við 13 stigum, 3 fráköstum, 2 stoðsendingum og 3 stolnum boltum.
Norrköping Dolphins lágu 81-68 á útivelli gegn 08 Stockholm. Í upphafi síðari hálfleiks var Pavel Ermolinski rekinn út úr húsi en þá fékk hann dæmd á sig tvö tæknivíti með skömmu millibili og varð að halda í steypibað. Hann kvaddi leikinn með 4 stig og 10 fráköst.
Staðan í sænsku úrvalsdeildinni
Grundserien
Nr | Lag | V/F | Poäng |
---|---|---|---|
1. | Borås Basket | 5/2 | 10 |
2. | Södertälje Kings | 5/1 | 10 |
3. | Uppsala Basket | 5/2 | 10 |
4. | Sundsvall Dragons | 5/2 | 10 |
5. | Solna Vikings | 4/2 | 8 |
6. | 08 Stockholm HR | 4/3 | 8 |
7. | Jämtland Basket | 3/4 | 6 |
8. | Norrköping Dolphins | 3/4 | 6 |
9. | LF Basket | 3/4 | 6 |
10. | Stockholm Eagles | 2/4 | 4 |
11. | ecoÖrebro | 1/5 | 2 |
12. | KFUM Nässjö | 0/7 | 0 |