spot_img
HomeFréttirHaukur: Finnst ég eiga meira inni

Haukur: Finnst ég eiga meira inni

Manresa hefur tapað fjórum fyrstu leikjum sínum þessa leiktíðina í ACB deildinni á Spáni. Í tveimur þeirra hefur Haukur Helgi Pálsson verið byrjunarliðsmaður. Karfan.is ræddi við Hauk sem finnst hann eiga meira inni.
 
,,Þetta er búið að vera erfið byrjun hjá okkur en við erum svo sem að spila ágætlega framan af í öllum leikjum sérstaklega í fyrri hálfleik en svo dettur þetta einhvern veginn niður. Erum búnir að vera 15 plús yfir í hálfleik í tveimur af leikjunum og báðir á heimavelli en svo hittum við bara ekki neitt í seinni hálfleik. Og þegar við erum ekki að hitta þá erum við ekki alveg að spila vörnina eins og við eigum að gera, það er svona okkar mesti veikleiki,” sagði Haukur sem er búinn að brjóta sér leið inn í byrjunarlið Manresa.
 
,,Mér er búið að ganga ágætlega svo sem, búinn að byrja inná í tveimur leikjum og spila þokkalega en mér finnst ég eiga meira inni,” sagði Haukur og kveður óheppnina elta Manresa.
 
,,Við höfum verið að ræða það að þó við séum ekki að hitta þá erum við að spila flottan sóknarleik, bara óheppnir. Aðal vandamálið er eins og ég sagði bara það að við hættum að spila vörn og það bara má ekki þannig ná þeir okkur alltaf. En nú fer klárlega að styttast í fyrsta sigurinn, erfiður úti leikur núna á sunnudaginn á móti Malaga. En við förum nátturulega í alla leiki til að vinna þannig vonandi náum við að brjóta ísinn þar.”
  
Fréttir
- Auglýsing -