spot_img
HomeFréttirHaukur og Jón töpuðu báðir með 18 stiga mun

Haukur og Jón töpuðu báðir með 18 stiga mun

Manresa og CAI Zaragoza máttu bæði þola 18 stiga tap í ACB deildinni á Spáni um helgina. Bæði lágu þau á útivelli, Zaragoza gegn Herbalife Grand Canary og Manresa gegn Unicaja.
 
Haukur Helgi Pálsson var í byrjunarliði Manresa sem tapaði með 18 stiga mun á útivelli gegn Unicaja. Lokatölur leiksins voru 88-70 Unicaja í vil. Haukur lék í rúmar 11 mínútur í leiknum og tókst ekki að skora. Hann brenndi af tveimur teigskotum og einu þriggja stiga skoti. Stigahæstur í þessu tapi Manresa var Salva Arco með 19 stig.
 
Herbalife Grand Canary lét CAI Zaragoza hafa það óþvegið í gær, lokatölur 74-56 þar sem Jón Arnór Stefánsson gerði 8 stig í liði Zaragoza. Jón var í byrjunarliðinu og lék tæpar 24 mínútur. Hann var einnig með 5 fráköst í leiknum.
 
Zaragoza er í 11. sæti deildarinnar með 2 sigra og 3 tapleiki en Manresa er á botninum án stiga og hafa tapað fimm fyrstu deildarleikjunum sínum.
 
Svipmyndir úr leik Unicaja og Manresa
 
 
Svipmyndir úr leik Grand Canary og Zaragoza
  
Fréttir
- Auglýsing -