spot_img
HomeFréttirMyndarlegur meiðslalisti í Borgarnesi

Myndarlegur meiðslalisti í Borgarnesi

Skallagrímsmenn hafa farið vel af stað í Domino´s deildinni sem nýliðar þrátt fyrir ansi myndarlegan meiðslalista. Enn hafa þeir Egill Egilsson, Hörður Helgi Hreiðarsson og Sigurður Þórarinsson ekki komist á ról. Það styttist þó í suma en það þykir þó nokkuð ljóst að Sigurður Þórarinsson leiki ekki með Sköllunum þetta tímabilið. Sigurður braut ökkla á síðasta tíambili og svo hafa fleiri meiðsli verið að angra stóra manninn.
 
,,Egill losnar úr gipsi eftir þrjár vikur og verður vonandi byrjaður að æfa í desember of þetta lítur betur út hjá Herði en í fyrstu. Það er ekkert rifið og engin þörf á aðgerð og vonandi getur hann byrjað að æfa í janúar,” sagði Pálmi Þór Sævarsson þjálfari Skallagríms.
 
Borgnesingar mæta Haukum í Lengjubikarnum í kvöld þar sem Páll Axel verður í búning en Haminn Quaintance verður ekki með og fær frí sökum veikinda sem hann hefur verið að glíma við. Þó Páll verði í búning er hann enn tæpur vegna meiðsla sem og mulningsvélin Orri Jónsson.
 
Skallagrímur hefur unnið þrjá af fjórum fyrstu leikjum sínum í Domino´s deildinni og eru á toppnum ásamt Grindavík, Snæfell, Stjörnunni og Fjölni. Þá hafa Borgnesingar unnið einn leik og tapað einum í Lengjubikar.
  
Fréttir
- Auglýsing -