Þremur umferðum er lokið í meistaradeild Evrópu, Euroleague, og að þessum þremur umferðum loknum eru fjögur lið sem unnið hafa þrjá fyrstu leiki sína. Þarna eru á ferðinni stórliðin Maccabi Tel Aviv, Zalgiris Kaunas, Barcelona og CSKA Moskva.
Síðastliðinn fimmtudag fóru þrír leikir fram þar sem Real Madrid, Mapooro Cantu og Panathinaikos unnu góða sigra. Tveir af þremur þessara sigra komu á útivelli.
Rudy Fernandez gerði 21 stig og gaf 5 stoðsendingar þegar Real Madrid lagði Fenerbache. Omer Onan var stigahæstur hjá Tyrkjunum með 14 stig.
Næstu leikir fara fram þann 1. nóvember en þá eru sjö leikir á dagskránni og fimm leikir til viðbótar daginn eftir eða þann 2. nóvember.
Hér eru svo viðtöl og samantekt frá síðustu leikjum í meistaradeildinni:
Mynd/ Sonny Weems leikmaður CSKA Moskvu var valinn leikmaður októbermánaðar í Euroleague með 20,3 stig að meðaltali í leik.
Staðan í riðlunum í Euroleague:
|
|
||||||||||||||||||||||||||||
|
|