spot_img
HomeFréttirKeflvíkingar að hressast

Keflvíkingar að hressast

 Eftir nokkuð brössótta byrjun eru Keflvíkingar að hressast og hafa nú unnið tvo leiki í röð sem að öllu jöfnu ætti ekki að teljast til tíðinda. Í kvöld komu Grindvíkingar í heimsókn í Lengjubikarnum og heimamenn sýndu Íslandsmeisturunum litla virðingu og sigruðu að lokum 99:91
 Keflavík hóf leikinn af miklum krafti og náði strax undirtökunum eftir góðan fyrsta leikhluta. Grindvíkingar voru þó aldrei langt undan og áður en flautað var til hálfleiks höfðu liðin skipst á að hafa smávægilegt forskot. Grindvíkingar leiddu þó að loknum fyrri hálfleik og ef það hefði ekki verið fyrir stórkostlegan þriggjastiga buzzer frá Darrel Lewis í lokin, hefði munurinn verið fimm stig en var aðeins tvö stig, 46-48.

 
Hjá Keflavík fóru Darrel Lewis og Kevin Giltner fyrir liðinu í stigaskorun í fyrri hálfleik og þá var gaman að sjá að Magnús Gunnarsson var mættur til leiks og glitti í bros og einbeitingu í augum hans. Síðari hálfleikur byrjaði svipað og sá fyrri endaði, liðin skiptust á forskoti en hvorugt liðið virtist þó ætla að stinga af. Keflvíkingar virkuðu virkilega sterkir varnalega í 4. leikhluta og náðu forskotinu fljótlega sem varð mest í kringum 10 stig undir lokin. Þar voru það Michael Craion og Magnús Gunnarsson sem fóru fyrir liðinu og má í raun segja að Magnús Gunnarsson sé formlega mættur til leiks. Hja Grindavík voru það Sammy Zeglinski og Þorleifur Ólafsson sem voru að sýna prýðis leik. 
 
Nettenging í Toyotahöllinni var eitthvað að stríða fólki í kvöld og því er engin tölfræði kominn eins og er en Keflvíkingar lofa bót á því. 
 
Stigahæstu menn.
Darrel Lewis 25 stig
Magnús Gunnarsson 18
Michael Graion 18
Kevin Glitner 15
 
Sammy Zeglinski 20
Jóhann Ólafsson 17
Aaron Broussard 15
Þorleifur Ólafsson 15
 
 
Texti: SÆS
 
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -