Haukar hafa verið án Emil Barja að undanförnu en hann snéri sig á ökkla gegn Keflavík í Lengjubikarnum á dögunum. Fyrir vikið hefur hann misst af tveimur leikjum en hann á að vera klár í slaginn á föstudag þegar Hafnfirðingar fara í heimsókn upp á Skaga.
,,Ég er að verða góður núna. Ég hefði nú getað spilað einhverjar mínútur í leiknum á móti Skallagrím en ég og Pétur ákváðum að vera skynsamir og hvíla ökklann til að vera 100% í næsta deildarleik á föstudaginn, en eins og strákarnir eru búnir að vera að spila þá þarf ég nú ekkert að vera að drífa mig til baka,” sagði Emil í gamansömum tón í snörpu spjalli við Karfan.is.