spot_img
HomeFréttirOklahoma lagði Bulls

Oklahoma lagði Bulls

Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Chicago Bulls lágu á heimavelli gegn Oklahoma City Thunder og þá lá Portland heima gegn Blake Griffin og félögum í LA Clippers.
 
Chicago 91 – 97 Oklahoma
Luol Deng fór fyrir Bulls með 27 stig og Rip Hamilton bætti við 20 stigum og 8 fráköstum. Hjá OKC var Kevin Durant með 24 stig og Russell Westbrook gerði 16 stig og gaf 12 stoðsendingar.
 
Portland 90 – 103 LA Clippers
DeAndre Jordan og Chris Paul gerðu báðir 21 stig í liði Clippers en hjá Portland var Nicolas Batum með 23 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar.
 
Mynd/ Clippers unnu sinn annan leik í röð í nótt og eru á toppi Pacific riðilsins í vesturdeild NBA.
  
Fréttir
- Auglýsing -