spot_img
HomeFréttirÞórsarar losa sig við Diggs

Þórsarar losa sig við Diggs

Þór Þorlákshöfn hefur ákveðið að senda Robert Diggs til síns heima og hafa samið við David Jackson. Nýji leikmaðurinn verður með Þór annað kvöld þegar Fjölnismenn koma í heimsókn í Icelandic Glacial Höllina í Þorlákshöfn.
 
Diggs var með 15,5 stig og 9,7 fráköst að meðaltali í leik í deildinni en Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs sagði í snörpu samtali við Karfan.is að um fjölhæfan leikmann væri að ræða sem væri sterkur varnarmaður og karakter.
 
Jackson lék í Penn State háskólanum og útskrifaðist þaðan árið 2011. Hann lék í Portúgal á síðustu leiktíð og var þar með um 12 stig að meðaltali í leik.
 
Mynd/ Benedikt hefur fengið David Jackson til liðs við Þór í stað Robert Diggs.
  
Fréttir
- Auglýsing -