Norrköping Dolphins höfðu góðan sigur í Eurochallenge keppninni í gærkvöldi þegar Tampereen Pyrintö kom í heimsókn til Svíþjóðar. Lokatölur voru 84-73 Norrköping í vil sem nú verma 2. sæti C-riðils í keppninni.
Pavel Ermolinski lék í 28 mínútur í leiknum og skoraði 5 stig. Hann var einnig með 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Nýtingin var eitthvað að stríða okkar manni, 2 af 6 í teignum og 0 af 2 í þriggja.
Næsti leikur Norrköping í keppninni er einnig á heimavelli en þá mætir liðið toppliði riðilsins, BK Ventspils, en Norrköping tapaði gegn liðinu á útivelli 72-68 svo um hörkuleik verður að ræða.
C-riðill karla í Eurochallenge-keppninni
Team |
P | W/L | F/A | Pts | |
---|---|---|---|---|---|
1. | BK VENTSPILS | 3 | 3/0 | 243/222 | 6 |
2. | NORRKÖPING DOLPHINS | 3 | 2/1 | 216/207 | 5 |
3. | SÖDERTÄLJE KINGS | 3 | 1/2 | 216/214 | 4 |
4. | TAMPEREEN PYRINTÖ | 3 | 0/3 | 215/247 | 3 |