spot_img
HomeFréttirDallas lagði New York

Dallas lagði New York

NBA bauð upp á veislu í nótt en heilir fjórtán leikir voru á dagskránni. Fjóra af þessum fjórtán leikjum þurfti að framlengja en Dallas þurfti enga framlengingu til að leggja New York að velli.

Dallas 114-111 New York
O.J. Mayo var stigahæstur í sigurliði Dallas með 27 stig en Carmelo Anthony var atkvæðamestur hjá New York með 23 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar.
 
Indiana 115-107 New Orleans (framlengt)
Paul George fór fyrir Indiana með 37 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar. Robin Lopez var atkævðamestur hjá New Orleans með 21 stig og 13 fráköst. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 97-97 en Indiana unnu framlenginguna svo 18-10. Ótrúlegt en satt setti Paul George nýtt met í Indiana þegar hann skellti niður níu þristum í leiknum, Reggie Miller tókst það ekki á sínum tíma sem þó er jafnan talinn á meðal helstu þriggja stiga skyttna til að hafa gengið á parketi.
 
Atlanta 101-100 Washington (framlengt)
Kevin Seraphin gerði 21 stig og tók 10 fráköst í liði Washington en í sigurliði Atlanta var Josh Smith með 25 stig og 12 fráköst. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 90-90 en Atlanta vann framlenginguna 10-11. Kyle Korver var hetja Atlanta er hann skellti niður þrist og kom sínum mönnum í 100-101 og skildi 1,9 sek. eftir á leikklukkunni. Nokkuð fjaðrafok varð í leikslok því Martell Webster náði frákasti eftir lélegt sveifluskot hjá Seraphin og skoraði af miklu harðfylgi, dómarar leiksins þurftu að styðjast við myndbandsupptöku til að úrskurða um lögmæti körfunnar og dæmdu hana ógilda og Atlanta fagnaði því sigri.
 
Miami 113-106 Milwaukee (framlengt)
Félagarnir Dwyane Wade og LeBron James gerðu báðir 28 stig í liði Miami en LeBron venju samkvæmt daðraði við þrennuna með 10 fráköst og 8 stoðsendingar. Brandon Jennings var atkvæðamestur í liði Bucks með 19 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar. Framlengja varð leikinn í stöðunni 98-98 eftir að Wade reyndi við lokaskotið en það var varið með látum. Miami reyndust svo eiga meira á tanknum í framlengingunni og unnu hana 15-8.
 
Oklahoma 117-111 LA Clippers (framlengt)
Blake Griffin gerði 23 stig og tók 6 fráköst í liði Clippers en hjá Oklahoma var Kevin Durant með 35 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. Framlengt var í stöðunni 102-102 eftir að Chris Paul hjá Clippers og Russell Westbrook hjá Oklahoma höfðu báðir reynt við sigurkörfu. Oklahoma unnu svo framlenginguna 15-9.
 
Önnur úrslit næturinnar:
 
Charlotte 98-97 Toronto
Orlando 90-74 Detroit
Cleveland 92-83 Philadelphia
Boston 100-112 San Antonio
Houston 93-89 Chicago
Minnesota 94-101 Denver
Phoenix 114-87 Portland
Sacramento 113-97 LA Lakers
Golden State 102-93 Brooklyn  
Fréttir
- Auglýsing -