spot_img
HomeFréttirHelena reyndi við sigurskotið en það vildi ekki niður

Helena reyndi við sigurskotið en það vildi ekki niður

Helena Sverrisdóttir fékk í kvöld tækifæri til að tryggja Good Angels Kosice sigur gegn Fenerbache í meistaradeild Evrópu en þriggja stiga skot hennar fyrir sigrinum vildi ekki niður. Fenerbache hafði betur 93-91 gegn Good Angels.
 
Good Angels þjörmuðu vel að Fenerbache á lokasprettinum, ein og hálf mínúta voru eftir og staðan 91-83 fyrir Tyrkina þegar Good Angels tóku á rás. Þristur frá Helenu minnkaði muninn í 92-86 en lokaþristur hennar vildi ekki niður og Fenerbache sluppu með tveggja stiga sigur.
 
Helena lék í 21 mínútu í leiknum og skoraði 11 stig ásamt því að taka 4 fráköst og gefa eina stoðsendingu og stela einum bolta. Good Angels eru nú í 3. sæti B-riðils meistaradeildarinnar með þrjá sigra og tvo tapleiki.
 
Staðan í riðlinum

Team
P W/L F/A Pts
1. FENERBAHCE SPOR KULÜBÜ 5 4/1 395/334 9
2. FAMILA SCHIO 5 4/1 357/327 9
3. GOOD ANGELS KOSICE 5 3/2 394/377 8
4. NADEZHDA ORENBURG 5 3/2 348/349 8
5. MUNICIPAL TARGOVISTE 5 3/2 361/371 8
6. UNIQA EUROLEASING SOPRON 6 1/5 416/444 7
7. ARRAS PAYS D’ARTOIS 5 0/5 291/360 5
  
Fréttir
- Auglýsing -