spot_img
HomeFréttirRockets fengu skell í endurkomu Harden

Rockets fengu skell í endurkomu Harden

Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og var viðureignar Oklahoma City Thunder og Houston Rockets beðið með nokkurri eftirvæntingu. James Harden snéri þá aftur á sinn gamla heimavöll með nýja liðinu sínu Rockets og fékk vægast sagt óblíðar móttökur frá gömlu félögunum í Thunder sem m.a. ,,margblokkuðu” kappann í leiknum.
 
Oklahoma 120-98 Houston
Kevin Durant gerði 37 stig í leiknum fyrir Oklahoma, tók 7 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. James Harden gerði 17 stig fyrir Houston en átti erfitt updráttar gegn sínu gamla liði sem lokuðu margsinnis á hann og vörðu skot frá honum trekk í trekk. Harden gerði þó 17 stig í leiknum en stigahæstur hjá Houston var Patrick Patterson með 27 stig. Oklahoma eru á siglingu þessi dægrin og hafa unnið 11 af síðustu 13 leikjum sínum í deildinni.
 
Boston 83-95 Brooklyn
Tvennurispu Rondo lýkur í 37 leikjum, kappinn hefur boðið upp á magnaðar tölur en þarna fer skapmikill maður og það hljóp með hann í gönur í nótt þegar slagsmál brutust út í leik Boston og Brooklyn Nets. Brooklyn fóru heim með sigurinn og Rondo hent út úr húsi. Kris Humphries braut á Kevin Garnett og það vildi Rondo ekki sjá og rauk í kappann sem er örugglega 20 sm hærri en hann og 20 kg þyngri, smá Napóleon-komplexar í gangi hjá kappanum. Joe Johnson var stigahæstur hjá Brooklyn í leiknum með 18 stig. Kevin Garnett og Brandon Bass voru svo báðir með 16 stig í liði Boston.
 
 
Önnur úrslit næturinnar:
 

FINAL
 
10:30 PM ET
MIN
95
LAC
101
28 27 22 18
 
 
 
 
23 34 19 25
95
101
  MIN LAC
P Love 19 Paul 23
R Love 12 Griffin 6
A Ridnour 7 Paul 11
 
Highlights
 
  

FINAL
 
7:00 PM ET
POR
82
WAS
84
Fréttir
- Auglýsing -