spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Heil umferð í Domino´s deild karla

Leikir dagsins: Heil umferð í Domino´s deild karla

Í kvöld fer fram heil umferð í Domino´s deild karla, sex leikir sem allir hefjast kl. 19:15 og fimm af þessum leikjum verða í beinni netútsendingu! Þá er vitaskuld lifandi tölfræði frá öllum sex leikjunum.
 
Leikir kvöldsins í Domino´s deild karla, 19:15
 
KR-Grindavík (KR TV)
KFÍ-ÍR (KFÍ TV)
Fjölnir-Njarðvík (Fjölnir TV)
Tindastóll-Þór Þorlákshöfn (Tindastóll TV)
Keflavík-Snæfell
Skallagrímur-Stjarnan (Sport TV)
 
KR-Grindavík
Grindavík er í 3. sæti deildarinnar með 10 stig en KR í 5. sæti með 8 stiga og geta jafnað Grindvíkinga að stigum með sigri í kvöld. Grindavík hefur unnið tvo síðustu deildarleiki gegn Stjörnunni og Skallagrím en KR hafði betur gegn ÍR í síðustu umferð.
 
KFÍ-ÍR
ÍR og KFÍ eru í 9.-11. sæti deildarinnar með fjögur stig. Hér mætast tvö lið sem hungrar í stig því ÍR hefur tapað síðustu tveimur deildarleikjum og KFÍ legið í síðustu fjórum deildarleikjum. Momcilo er ekki með KFÍ í kvöld þar sem hann er kominn til síns heima í leyfi af persónulegum ástæðum.
 
Fjölnir-Njarðvík
Njarðvík er í 10. sæti deildarinnar með 4 stig en Fjölnir í 8. sæti með 6 stig. Fjölnismenn hafa tapað síðustu þremur deildarleikjum en Njarðvík skellti KFÍ í síðustu umferð.
 
Tindastóll-Þór Þorlákshöfn
Lengjubikarmeistarar Tindastóls eru án stiga í deildinni og eiga inni leik sem var frestað gegn Skallagrím. Þórsarar hafa aldrei unnið Tindastól í deild síðan Benedikt Guðmundsson fór með þá upp úr 1. deildinni. Vinnur Þór sinn fyrsta sigur undir stjórn Benna í Skagafirði eða finnur Bárður sín fyrstu stig í deidlinni?
 
Keflavík-Snæfell
Snæfell hefur unnið fimm deildarleiki í röð og tvo síðustu útileiki sína og Keflvíkingar eru ekki á síðra skriði og hafa unnið fjóra deildarleiki í röð. Í kvöld eru að mætast heitustu lið deildarinnar um þessar mundir, amk. á lengstu sigurgöngunni í augnablikinu og má gera ráð fyrir miklum slag. Snæfell á toppnum með 12 stig en Keflavík í 6. sæti með 8 stig.
 
Skallagrímur-Stjarnan
Stjarnan lá í síðustu umferð gegn Grindavík og nýliðar Skallagríms hafa tapað síðustu tveimur deildarleikjum svo slagurinn í Fjósinu í kvöld gæti orðið ansi athyglisverður. Stjarnan í 2. sæti með 10 stig en Skallagrímur í 7. sæti með 6 stig.
 
Staðan í deildinni
Deildarkeppni
Nr. Lið L U T S Stig/Fen Sti m/Fen m Heima s/t Úti s/t Stig heima s/f Stig úti s/f Síðustu 5 Síð 10 Form liðs Heima í röð Úti í röð JL
1. Snæfell 7 6 1 12 708/610 101.1/87.1 4/0 2/1 100.0/85.5 102.7/89.3 5/0 6/1 +5 +4 +2 0/0
2. Stjarnan 7 5 2 10 652/601 93.1/85.9 3/0 2/2 89.0/71.3 96.3/96.8 3/2 5/2 -1 +3 -1 0/1
3. Grindavík 7 5 2 10 677/632 96.7/90.3 3/0 2/2 102.3/89.7 92.5/90.8 3/2 5/2 +2 +3 +1 1/0
4. Þór Þ. 7 5 2 10 653/591 93.3/84.4 3/1 2/1 92.0/84.5 95.0/84.3 4/1 5/2 +3 +3 +1 1/1
5. KR 7 4 3 8 582/595 83.1/85.0 2/1 2/2 80.0/81.0 85.5/88.0 3/2 4/3 +1 +1 +1 2/1
6. Keflavík 7 4 3 8 589/575 84.1/82.1
Fréttir
- Auglýsing -