spot_img
HomeFréttirÖruggt hjá Njarðvík í Dalhúsum

Öruggt hjá Njarðvík í Dalhúsum

Njarðvíkingar unnu sinn annan deildarsigur í röð í Domino´s deild karla í kvöld þegar þeir skelltu Fjölni 92-67 í Dalhúsum. Ágúst Orrason fann taktinn og skellti niður fimm þristum fyrir Njarðvíkinga og lauk leik með 22 stig. Hjá Fjölni var Sylvester Spicer með 20 stig og 12 fráköst. Njarðvíkingar hafa nú unnið tvo deildarleiki í röð eftir að hafa tapað fimm í röð þar á undan.
 
Eitthvað vantaði upp á stemminguna í Fjölnisliðið í kvöld sem lá á móti leikglöðu Njarðvíkurliðinu. Njarðvík byrjaði með miklum krafti og setti sitt strik í reikninginn frá fyrstu mínutu, þeir ætluðu sér sigur allan tímann en Fjölnismenn voru ekki búnir að reima skóna á sig eins vel og þeir.
 
Rétt í miðjum öðrum leikhluta voru allir nema einn hjá Njarðvík búnir að skora en aðeins fjórir leikmenn hjá Fjölni. Njarðvík tók forystuna strax og hélt hana út allann leikinn, Fjölnismenn náðu aldrei að sýna lífsmark og var komið 20 stiga forskot á tímabili.
 
Eitthvað náði Fjölnir að vinna það niður en það hvarf fljótt þar sem Njarðvíkurliðið hitti vel á þriggjastigalínunni í seinnihluta leiksins og var sigurinn aldrei í hættu hjá þeim.
 
Tómas Heiðar var sprækastur Fjölnismanna í kvöld og það munar um framlag frá leikmönnum eins og Árna Ragg og Arnþóri Guðmunds hjá ungu Fjölnisliðinu en þeir voru ekki að skila sínu besta í kvöld en Elvar Sigurðsson tók upp þriggjastiga hanskann fyrir Fjölni og setti 3 þrista í röð sem dugði skammt þar sem Ágúst Orrason setti 5/9 í þrisstum í kvöld og var stigahæstur í liði Njarðvíkur með 22 stig, góður baráttusigur hjá þeim sem endaði 67-92 fyrir græna gestina.
 
 
Mynd/ Fannar Þór
Umfjöllun/ Karl West
 
Viðtal við Jón Sverrisson leikmann Fjölnis eftir leik í Dalhúsum í kvöld:
  
Fréttir
- Auglýsing -