spot_img
HomeFréttirFimm í röð hjá Keflavík

Fimm í röð hjá Keflavík

Stórskemmtilegur leikur fór fram í Toyotahöllinni nú undir kvöld þegar Keflvík tók á móti Snæfell í 8.umferð Dominosdeildar karla. Leikurinn hófst með þrist frá Sveini Davíðssyni og voru Snæfellingar beittari í öllum sínum aðgerðum fyrstu 10 mínutur leiksins. Keflvíkingar voru þó ávallt skrefinu á eftir og náðu Snæfellingar aldrei að losa sig við þá. Keflvíkingar voru ekki að sýna frábæran varnarleik og sóknirnar tilviljunarkenndar.
 
Hólmarar héldu áfram að þjarma að Keflvíkingum sem áttu erfit með að stoppa sóknir aðkomumanna. Um miðbik annars leikhluta voru Snæfellingar komnir með 16 stiga forskot og virtust ætla að stinga af en þá hrukku Keflvíkingar í gang og náðu að minnka munin í 4 stig fyrir lok 2. leikhluta og fóru þeir rauðklæddu því með 4 stiga forskot inní hálfleik 41-45.
 
Þriðji leikhluti var jafn og skemmtilegur þar sem bæði lið skiptust á að skora. Jón Ólafur var magnaður fyrir Snæfellinga en hann var kominn með 21 stig og 3 mínutur eftir af 3. leikhluta, hjá Keflvíkingum var það Stephen Mcdowell sem var allt í öllu, stigaskorið dreifðist jafnt niður á fjóra leikmenn Keflavíkur. Heimamenn gáfu vel í undir lokin og uppskáru 7 stiga forskot fyrir loka leikhlutann.
 
Fjórði leikhluti var æsispennandi. Liðin skiptust á að skora og undir lokin voru Hólmarar farnir að þjarma vel að heimamönnum en í hvert skipti náðu Keflvíkngar að svara með góðum þristum frá Vali Valssyni og Stephen McDowell. Lokamínutur leiksins voru mjög spennandi, Snæfellingar virtust ætla að ná að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki og Keflvíkingar stóðu því uppi sem sigurvegarar, 86-82, og hafa nú unnið 5 leiki í röð í deildinni.
 
Sigurður Ingimundarson hefur nú unnið 16 deildarleiki í úrvalsdeild í röð, 11 með kvennalið Keflavíkur og 5 með karlaliðið, mætti segja að kallinn væri í fíling.
 
Keflavík: Stephen McDowell 28/7 fráköst, Valur Orri Valsson 19, Darrel Keith Lewis 17/6 fráköst, Michael Craion 15/19 fráköst/4 varin skot,
 
Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 31/9 fráköst, Asim McQueen 13/6 fráköst, Jay Threatt 12/8 fráköst/10 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 11,
 
 
Mynd úr safni – McDowell var stigahæstur í sigurliði Keflavíkur í kvöld.
Umfjöllun/ DÖÓ 
Fréttir
- Auglýsing -