spot_img
HomeFréttirVængir Júpíters börðust fram að síðustu sekúndu

Vængir Júpíters börðust fram að síðustu sekúndu

Fjölnir komst áfram í 16 liða úrslit Poweradebikarkeppninnar í gær eftir 100-74 sigur á bræðrum sínum í Vængjum Júpíters. Vængirnir léku undir stjórn hins góðkunna Ragga Torfa sem hér í eina tíð þjálfaði vel flesta liðsmenn Vængjanna og gott ef nokkrir urðu ekki Íslandsmeistarar með honum í yngri flokkum.
 
Á heimasíðu Vængjanna á Facebook má nálgast smá innsýn í leikinn:
 
Flottur leikur í dag hjá Vængjum og sýndu þeir mikinn karakter og börðust fram að síðustu sekúndu. Lokatölur voru 74-100 fyrir Fjölnismönnum og vonum auðvitað að þeir fara alla leið í bikarnum.
 
Frábær stemmning var hjá Vængjum leið og þeir stigu fæti í búningsklefann en þar tók góð tónlist á móti liðsmönnum. Eftir leikinn hélt stuðið áfram í klefanum þrátt fyrir tap og skáluðu menn í Red Bull í boði Bjarna Karls, en hann var ákkúrat vinningshafi í leik Vængja og fékk 12 red bull.
 
Vængir vilja þakka Ragga Torfa og Bjarna Karls fyrir frábæra takta í þjálfarastólunum. Einnig viljum við þakka fyrir frábæran stuðnig úr stúkunni. Grafarvogurinn klikkar seint.
 
Mynd/ Karl West: Bræðrasveitirnar Vængir Júpíters og Fjölnir skelltu sér saman á rándýra liðsmynd.
  
Fréttir
- Auglýsing -