Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem Miami Heat hafði betur gegn Brooklyn Nets og liðið sem komst í fréttirnar í vikunni fyrir að hvíla heilt byrjunarlið, San Antonio Spurs, hafði betur Memphis Grizzlies eftir framlengdan slag.
Miami 102-89 Brooklyn
Dwyane Wade var stigahæstur hjá Miami með 34 stig og 7 stoðsendingar og LeBron James bætti við 21 stigi, 9 fráköstum og 6 stoðsendingum. Hjá Brooklyn var Andray Blatche atkvæðamestur með 20 stig og 8 fráköst og Deron Williams gerði 10 stig og gaf 12 stoðsendingar.
San Antonio 99-95 Memphis (framlengt)
Liðsmenn Spurs mættu hvíldir í leikinn en félagið 250.000 dollurum fátækari þar sem David Stern sektaði Gregg og félaga fyrir að hvíla byrjunarliðsmenn sína í leiknum gegn Miami. Herbragðið hjá Gregg virtist hafa tilætluð áhrif því Spurs unnu leikinn gegn sjóðheitum Grizzlies eftir framlengingu. Tony Parker fór fyrir Spurs með 30 stig, 4 fráköst og 6 stoðsendingar og Tim Duncan bætti við 27 stigum og 15 fráköstum. Hjá Grizzlies var Marc Gasol með 20 stig og 8 fráköst og Mike Conley gerði 18 stig og gaf 12 stoðsendingar. Jafnt var í stöðunni 87-87 og þurfti að framlengja en Spurs unnu framlenginguna 12-8.
Önnur úrslit næturinnar:
FINAL
8:30 PM ET
MEM
95
SAS
99
22 | 24 | 27 | 14 | |
|
|
|
|
|
21 | 24 | 15 | 27 |
95 |
99 |
Overtime
FINAL
9:00 PM ET
DET
77
DAL
92
27 | 21 | 11 | 18 |
|
|
Fréttir |