Björn Steinar Brynjólfsson leikmaður Íslandsmeistara Grindavíkur rýnir hér í þá leiki sem fara fram í 32 liða úrslitum Poweradebikarsins í dag. Björn og Grindvíkingar hafa þegar tryggt sig áfram en Grindavík mætti Leikni á föstudag og höfðu þar öruggan sigur.
Sjáum hvað Björn telur að gerist í dag og í kvöld:
KR b – Breiðablik
Á blaðinu ætti Breiðablik að taka þetta á venjulegum degi. Allir leikmenn bumbunnar komnir með fiðring í magann fyrir þennan leik og ef þeir ná að halda í við Breiðablik þá verður þetta hörkuleikur.
Breiðablik vinnur 95-92
Stjarnan – Skallgrímur
Skallarnir fara óhræddir í þessa rimmu og ef Páll Axel verður heill þá eiga þeir möguleika. Stjörnumenn eru með hinn geðþekkta Justin Shouse sem stjórnar þeirra leik í einu og öllu og hefur verið að spila virkilega vel í vetur. En Stjörnumenn eru með breiðari hóp og er það sem mun fleyta þeim áfram í kvöld.
Stjarnan vinnur 87-82
KR – Keflavík
Að fara í DHL höllina og ætlast til þess að sigra er sýnd veiði en ekki gefin. KR er liðið sem allir vilja vinna. Sigurður Ingimundarson liggur á hliðarlínunni á sínum mönnum og stýrir þeim til sigurs.
Keflavík vinnur 91- 87
FSu – Haukar
Ég hef lítið séð til FSu manna en Haukarnir eru bara of stór biti og sigra auðveldlega.
Haukar vinna 99-75
Tindastóll – Snæfell
Snæfellingar eru með mjög gott lið og ætla sér að hefna fyrir tapið í Lengjubikarnum. En eitthvað segir mér að Tindastóls liðið vinni bara alla leiki sem ekki eru í deildinni og vinna þennan leik í framlengdum leik.
Tindastóll vinnur 103-97
ÍR – Njarðvík b
Njarðvík b kunna alveg að spila körfubolta, ef að góðir vinir mínir Brenton Birmingham og Páll Kristinsson verða með, þá verður allt vitlaust í Hertz hellinum. ÍR hafa verið að spila fínan bolta í vetur og ættu að taka þetta en það verður ekki auðvelt.
ÍR vinnur 85-79
Mynd/ Björn Steinar með Grindavík í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð.