spot_img
HomeFréttirRice sagt upp hjá Blikum

Rice sagt upp hjá Blikum

Breiðablik hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við Bandaríkjamanninn Gregory Rice og mun hann því ekki leika meira með Kópavogsfélaginu þetta tímabilið. Þetta staðfesti Benóný Harðarson íþróttafulltrúi Körfuknattleiksdeildar Breiðabliks í stuttu samtali við Karfan.is.
 
Rice lék tvo deildarleiki með Blikum í 1. deild karla og gerði í þeim 27,5 stig að meðaltali í leik og tók 5,5 fráköst. Benóný sagði einnig við Karfan.is að ákvörðun um framhaldið hefði ekki verið tekin og að málin verði skoðuð með Borce Ilievski þjálfara liðsins.
 
Mynd/ [email protected] – Rice í leik með Breiðablik gegn Hetti.
  
Fréttir
- Auglýsing -