Breiðablik hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við Bandaríkjamanninn Gregory Rice og mun hann því ekki leika meira með Kópavogsfélaginu þetta tímabilið. Þetta staðfesti Benóný Harðarson íþróttafulltrúi Körfuknattleiksdeildar Breiðabliks í stuttu samtali við Karfan.is.
Rice lék tvo deildarleiki með Blikum í 1. deild karla og gerði í þeim 27,5 stig að meðaltali í leik og tók 5,5 fráköst. Benóný sagði einnig við Karfan.is að ákvörðun um framhaldið hefði ekki verið tekin og að málin verði skoðuð með Borce Ilievski þjálfara liðsins.
Mynd/ [email protected] – Rice í leik með Breiðablik gegn Hetti.