Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í MBC í þýsku Bundesligunni unnu sterkan útisigur í gær þegar MBC heimsótti Bremerhaven en lokatölur voru 82-89 MBC í vil. Hörður Axel var stigahæstur í sigurliði MBC með 17 stig.
Hörður var í byrjunarliðinu og lék í 25 mínútur og setti 17 stig á þeim tíma, tveir af fimm þristum fóru niður og Hörður var svo með 5 af 7 í teignum og eina vítið steinlá að sjálfsögðu. Hörður var einnig með 6 stoðsendingar, 2 stolna bolta og 1 frákast.
Eftir leik helgarinnar er MBC með 4 sigra og 8 töp í 16. sæti deildarinnar í 18 liða deild.
Mynd úr safni/ Matthias Kuch – Hörður hafði ástæðu til að fagna góðum leik sínum um helgina.