New Orleans Hornets liðið mun væntanlega á næstu misserum skipta um nafn ef marka má miðla vestra hafs. Hornets nafnið kom frá Charlotte þegar liðið þar var keypt og fært til New Orleans á sínum tíma. Þannig er með mál í vexti að Pelican (Pelíkani) er fylkisfugl Loisiana fylkis þar sem New Orleans er staðsett. Eigandi New Orleans liðsins hefur nú þegar tryggt sér réttinn á “Pelicans” nafninu og því ræða menn nú um þessa breytingu.
Ef af verður þá mun nafnið á liðinu ekki bara breytast heldur einnig litir á búningum og þess háttar, líkt og gerðist þegar NJ Nets fluttust til Brooklyn. Í kjölfar þessarar umræðna þá hefur komið til tals að Hornets nafnið muni þá færast aftur til Charlotte.”Það væri vissulega möguleiki að við fengjum þá og myndum taka Hornets nafnið tilbaka en eins og staðan er í það þá er það bara New Orleans Hornets.” sagði Michael Jordan einn af aðal eigendum Charlotte Bobcats.
Pelicans nafnið er ekki nýtt í íþróttaheiminum vestra því í neðri deild Hafnarbolta spilaði einmitt New Orleans Pelicans í tæplega heila öld. Þess má svo geta að New Orleans átti eitt sitt nafnið Jazz en líkt og flestir vita þá flutti það lið til Utah á sínum tíma.