Snæfell og Þór Þorláks. munu etja kappi í 16 liða úrslitum bikarkeppni karla í næstu umferð og óhætt að segja að það verði stórviðureign þeirrar umferðar. Þar mætast þeir Ingi Þór og Benedikt Guðmundsson báðir fyrrum þjálfarar KR. Í hinni viðureigninni milli Dominosdeildarliða eru það Grindavík og Fjölnir sem mætast í Grindavíkinni. Svo má að sjálfsögðu geta þess að KR-b(umba) dróst gegn 1.deilarliði Vals en þeir hafa nú þegar slegið út Breiðablik sem leikur í sömu deild. Það munu því í það minnsta verða 2 lið utan Dominosdeildarinnar í 8 liða úrslitum þetta árið.
Annars munu þessi lið koma til með að mætast í 16 liða úrslitum karla í Powerade bikarnum í ár.
Valur – KR-b
Haukar – ÍR
Grindavík – Fjölnir
Stjarnan – Laugdælir/KFÍ
Haukar-b – Njarðvík
Keflavík – Hamar
Augnablik – Reynir S.
Snæfell – Þór Þ.
Næsta umferð verður leikin dagana 14.-17. des. og eftir þá leiki verður dregið í 8-liða úrslit karla og kvenna, í dag er bara dregið í 16-liða úrslit karla.