spot_img
HomeFréttirBárður: Þetta er vonandi uppá við núna hjá okkur

Bárður: Þetta er vonandi uppá við núna hjá okkur

 Bárður Eyþórsson þjáflari Tindastóls var að vonum mjög ánægður með 80:86 sigur í kvöld í Ljónagryfjunni. “Þetta var flottur sigur hjá okkur. Get ekki sagt að leikskipulagði hafi alveg gengið upp hjá okkur en við erum búnir að vera að vinna í okkar málum.” sagði Bárður eftir leik.
 ”Það er nú vonandi að þetta ásamt bikarnum um daginn gefi okkur smá sjálfstraust en við höfum reyndar tapað tveimur leikjum eftir bikarinn.  Við höfðum okkar markmið fyrir mót og þau standa enn þrátt fyrir stöðu okkar í deildinni. Þau markmið höfum við bara innan okkar raða.” sagði Bárður einnig. 
 
Athygli vakti að Friðrik Hreinsson spilaði ekki með TIndastól í þessum leik og “orðið á strætinu” segir að hann hafi hreinlega verið rekinn úr liðinu. “Nei það er kolrangt. Hann er einfaldlega í smá pásu núna hjá okkur.” sagði Bárður og vildi ekki ræða það frekar. 
Fréttir
- Auglýsing -