spot_img
HomeFréttir76ers sigur gegn Celtics í framlengingu

76ers sigur gegn Celtics í framlengingu

  Gömlu erkióvinirnir Boston Celtics og Philadelphia 76ers mættust í gær í Philadelphia og háðu ansi skemmtilega rimmu þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í framlengingu. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 89:89 eftir að Kevin Garnett jafnaði á síðustu sekúndum leiksins.  En í framlengingunni var það Evan Turner sem skoraði úrslitakörfuna (Framkvæmdarstjóra KKÍ til mikillar gleði væntanlega) en þessi piltur að springa út eftir að Iguadala var skipt til Denver frá Phila.  Rashon Rondo gat með síðasta skoti leiksins stolið sigrinum en kappinn missteig sig og skotið geigaði. 
 Oklahoma líta óneitanlega út fyrir að gera atlögu að titlinum í ár. Þeir hafa nú sigraði í síðustu 7 leikjum og í 15 af síðustu 17 leikjum sínum.  Í gærkvöldi var það komið að Russel Westbrook sem öllu jafnan er aðeins í skugga Kevin Durant. Westbrook setti niður 33 stig og sendi 8 stoðsendingar gegn lánlausu liði LA Lakers.  Stigakóngurinn Durant lét hinsvegar ekki sitt eftir liggja og bætti við einum 36 stigum og hrifsaði 9 fráköst.  
 
Stóra fjárfesting LA Lakers fyrir tímabili í þeim Howard og Nash virðist ætla að skila sér seint tilbaka.  Hvorki gengur né rekur og stóru fyrirsagnirnar vestra er að liðið er 1-8 (sigrar-töp) þegar Kobe setur 30 stig eða meira.  Undirritaður telur hinsvegar það ekki vera vandamálið.  Líki þessur heldur við að  kaupa sér dýrann bíl, setja á hann flottar felgur og spoiler jafnvel túrbínu og láta svo viðvaning sem kann bara að ýta á bensíngjöfina keyra dósina. Sem sagt Phil Jackson með súrefniskút hefði líkast til verið töluvert betri kostur en D´Antoni á hækjunum.  Skemmst frá því að segja þá sigraði OKC leikinn 114:108.
 
 
 
 
 
 
 
 
Önnur úrslit gærkvöldsins.
FINAL
 
7:00 PM ET
BOS
94
PHI
95
28 22 20 19
 
 
 
 
 
28 18 26 17
94
95
Overtime
 
Highlights
Game Stat FG% 3P% FT% REB TO
BOS 43.2 27.3 72.0 53 18
PHI 37.4 18.2 73.1 54 9
Season Series: PHI 2-0
  • 11/9 - PHI 106 @ BOS 100
  • 12/7 - BOS 94 @ PHI 95
  • 12/8 - PHI @ BOS
  • 3/5 - BOS @ PHI
 
Fréttir
- Auglýsing -