Lokaleikur 13. umferðar í Domino´s deild kvenna fór fram í dag þar sem KR skellti Haukum 83-67 í DHL Höllinni. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fór fyrir KR í leiknum með 23 stig og 11 fráköst. Hjá Haukum var Siarre Evans með 19 stig og 15 fráköst og Margrét Rósa Hálfdánardóttir gerði einnig 19 stig og tók 5 fráköst.
KR er sem fyrr í 3. sæti deildarinnar og hefur nú unnið þrjá leiki í röð í deildinni með 18 stig en Haukar eru í 5. sæti deildarinnar með 10 stig.
KR-Haukar 83-67 (18-18, 23-19, 21-16, 21-14)KR: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 23/11 fráköst, Patechia Hartman 16/8 fráköst/6 stoðsendingar/4 varin skot, Anna María Ævarsdóttir 12, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 12/6 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 7, Helga Einarsdóttir 6/4 fráköst, Rannveig Ólafsdóttir 4/7 stoðsendingar, Björg Guðrún Einarsdóttir 3, Helga Hrund Friðriksdóttir 0, Salvör Ísberg 0, Kristbjörg Pálsdóttir 0, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 0. Haukar: Siarre Evans 19/15 fráköst, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 19/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 10/4 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 6/4 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 6, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 5/8 fráköst/3 varin skot, Gunnhildur Gunnarsdóttir 2/5 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 0, Þóra Kristín Jónsdóttir 0, Inga Sif Sigfúsdóttir 0, Ína Salome Sturludóttir 0, Auður Íris Ólafsdóttir 0/4 fráköst.
Mynd úr safni/ Sigrún Sjöfn gerði 23 stig og tók 11 fráköst í liði KR í dag.