Dregið var um helgina í fyrstu umferð undankeppni EuroBasket sem fram fer árið 2015 í Úkraínu. Um er að ræða keppni þjóða sem ekki tryggðu sig áfram í sumar og haust inn á lokamótið í Slóveníu núna næsta haust 2013.
Eftirfarandi lið drógust saman:
A-riðill: Búlgaría, Rúmenía, Ísland
B-riðill: Holland, Eistland, Portúgal
C-riðill: Sviss, Austurríki, Lúxemborg, Danmörk
D-riðill: Hvíta-Rússland, Ungverjaland, Slóvakía
Leikið verður heima og að heiman 1.-16. ágúst og munu efstu fjögur liðin leika til úrslita (heima og að heiman aftur) um eitt laust sæti á EM2015.
www.kki.is greinir frá.