spot_img
HomeFréttirStephen Jackson sektaður fyrir "Tvít"

Stephen Jackson sektaður fyrir “Tvít”

Stephen Jackson mun á næstunni fá Gíró frá NBA deildinni í formi sektargreiðslu vegna Twitter ummæla sem hann lét falla í síðustu viku. Þar hótaði hann að setja olnbogan í andlitið á Sergei Ibaka leikmanni Oklahoma Thunder næst þegar þeir myndu mætast í deildinni. 
 
Undanfari þessara ummæla Jackson voru sú að í leik Lakers og OKC nú í síðustu viku fór í gang smá drama á milli Metta World Peace og Sergei Ibaka þegar skiptust á vel völdum orðum þegar þeir voru eitthvað flæktir saman á höndunum.  Báðir uppskáru þeir tæknivillu fyrir vikið. 
 
Stephen fannst Ibaka eitthvað vera að ýkja hlutina til þess að koma “Heimsfriðnum” úr jafnvægi og jafnvel út úr húsi.  Hann ákvað því að senda Ibaka tónin með þessu “Twitti”
 
“Somebody tel serg Abaka. He aint bout dis life. Next time he run up on me im goin in his mouth. That’s a promise. He doin 2 much,”
 
Lauslega þýtt þá er þetta hótun uppá það að Ibaka muni fá það óþvegið næst þegar hann og Jackson mætast. 
 
David Stern er væntanlega með menn á launum að fylgjast með slíku (nema að kappinn sé sjálfur á Twitter) og því skellti hann 25 þús dollara sekt á Jackson fyrir þessi ummáli. 
 
Síðan þá hefur Jackson beðist afsökunar á Twitter. 
 
“I apologize to Serge Ibaka, the NBA, and to all my fans for the comments I made,” Jackson tweeted. “It was unprofessional and childish. I’m not a thug just a man who speaks his mind. It was not appropriate. I do apologize. Only a man can admit when he’s wrong.”
Fréttir
- Auglýsing -