Dennis Rodman heldur áfram að vera til vandræða eða það má kannski segja að gömul vandamál eru að koma aftan að honum nú þegar maðurinn er orðin háaldraður. Kappinn var komin fyrir rétt nú í síðustu viku þar sem að fyrrum kona hans var að rukka hann fyrir ógreidd meðlög, eða hálfa milljón dollara (litlar 62 millur ISK)
Rodman fékk þau skilaboð frá dómara í Orange County að ef hann myndi ekki greiða skuldina yrði hann settur bak við lás og slá. Upphaflega upphæð sem Michelle Rodman sagði fyrrum eiginmann sinn skulda sér var 850 þúsund dalir, en því var hafnað.
Linnea Willis lögmaður Rodman sagði hinsvegar að þegar upphaflega var dæmt í málinu fyrir 2 árum síðan þá hefði Rodmann staðið í skilum á þessum greiðslum.
Mynd: Rodman með Lakers í gamla daga og margir eflaust búnir að gleyma því þegar Pippen tók sprettinn með Houston Rockets.