Rimma Reykjanesbæjarliðanna Keflavíkur og Njarðvíkur fer fram í Domino´s deild karla í kvöld. Fjörið hefst venju samkvæmt kl. 19:15 en í deildarkeppni efstu deildar á Íslandi hafa liðin mæst 35 sinnum á heimavelli Keflavíkur, heimamenn hafa unnið 20 af þessum leikjum og Njarðvíkingar 15, þ.e. þegar leikið er í Keflavík.
Liðin mættust fyrst í efstu deild í Keflavík þann 16. október árið 1983 þar sem heimamenn fóru með 98-84 sigur af hólmi. Njarðvík vann svo sinn fyrsta sigur í Keflavík tímabili seinna með 70-78 sigri. Allar götur síðan hafa þessi tvö nágrannafélög eldað saman grátt silfur og ætti kvöldið í kvöld ekki að vera nein undantekning.
Njarðvíkingar eru vísast ornðir langeygir eftir sigri í Keflavík en sá síðasti í deild kom þann 2. mars árið 2009. Síðan þá hafa Njarðvíkingar ekki unnið í Toyota-höllinni nema í úrslitakeppninni, hér að ofan hefur þó eingöngu verið tekið mið af deildarleikjum.
Keflavík-Njarðvík
Toyota-höllin í Reykjanesbæ
kl. 19:15 í kvöld!