Körfuknattleiksdeild Hauka hefur komist að samkomulagi við Pétur Guðmundsson að hann stígi til hliðar og hætti sem þjálfari Haukaliðsins. Ívar Ásgrímsson mun koma inn í hans stað sem þjálfari meistaraflokks karla. Haukaliðið sem féll úr efstu deild á síðasta keppnistímabil situr nú í fjórða sæti deildarinnar á eftir Val, Hamri og Hetti en liðinu var spáð toppsæti í spá um gengi liðanna í 1.deild í upphafi keppnistímabilsins.
Einnig hefur Aaryon Williams verið sagt samningi sínum upp og mun ekki spila meira með liðinu. Ekki hefur verið fundinn leikmaður í hans stað en sú leit stendur yfir.
Frá þessu er greint á heimasíðu Hauka.